Flestir veðja á Þjóðverja á HM

Þjóðverjar fagna heimsmeistaratitlinum 2014.
Þjóðverjar fagna heimsmeistaratitlinum 2014. AFP

Flestir veðbankar spá því að Þjóðverjar fagni sigri á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar en í dag fæst úr því skorið hvernig riðlaskiptingin verður á HM en dregið verður í riðlana í Kreml í Moskvu í dag þar sem við Íslendingar verðum í pottinum.

Brasilíumenn, Spánverjar, Argentínumenn, Frakkar, Belgar og Englendingar eru þær þjóðir sem þykja hvað helst líklegar til að veita Þjóðverjum harðasta keppni um heimsmeistaratitilinn.

Þjóðverjar stefna á að verja heimsmeistaratitilinn og verða fyrsta þjóðin sem gerir það síðan Brasilíumenn með Pele í broddi fylkingar gerðu það en þeir hömpuðu heimsmeistaratitlinum 1958 og aftur 1962.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert