Ísland í fjórða sterkasta riðlinum

Ísland vann sinn riðil í undankeppni HM, og varð þar …
Ísland vann sinn riðil í undankeppni HM, og varð þar meðal annars fyrir ofan Króatíu, en er þó fyrir neðan Króatíu á heimslistanum. mbl.is/Eggert

Ef horft er til styrkleikalista FIFA þá er riðill Íslands á HM í knattspyrnu í Rússlandi næsta sumar sá fjórði sterkasti af riðlunum átta.

A-riðill sker sig nokkuð úr hvað stöðu liðanna á styrkleikalista varðar enda er heimaþjóðin, Rússland, aðeins í 65. sæti listans en var í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var í dag, eins og venja er með gestgjafa.

Ísland er í 22. sæti heimslistans og er í riðli með Argentínu (4. sæti), Króatíu (17. sæti) og Nígeríu (50. sæti). Meðalstaða liðanna á heimslistanum er því 23,25. sæti.

Sterkasti riðillinn, samkvæmt stöðu liða á heimslista, er C-riðill þar sem finna má Frakkland (9. sæti), Perú (11. sæti), Danmörku (12. sæti) og Ástralíu (39. sæti). Heildaryfirlit riðlanna má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert