Ísland mun láta okkur hafa fyrir hlutunum

Lionel Messi fyrirliði Argentínumanna.
Lionel Messi fyrirliði Argentínumanna. AFP

Ísland mætir Argentínu, með töframanninn Lionel Messi í broddi fylkingar,  í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni HM í knattspyrnu í Rússlandi næsta sumar.

Argentínumenn hafa tvívegis hampað heimsmeistaratitlinum 1978 og 1986 og í þrígang hafa þeir lent í öðru sæti, síðast á HM í Brasilíu 2014.

„Liðin sem eru með okkur í riðli munu veita okkur harða keppni,“ sagði Jorge Sampaoli landsliðsþjálfari Argentínumanna þegar hann var inntur eftir viðbrögðum um dráttinn á HM.

„Íslenska liðið mun láta okkur hafa fyrir hlutunum svo mikið er víst. Lið Nígeríu er ófyrirsjáanlegt. Það er mikill hraði í þeirra liði og við verðum að kortleggja það vel.

Króatía verður okkar erfiðasti andstæðingur í riðlinum. Þeir eru með frábæra miðjumenn eins og Luka Modric, Ivan Rakitic og Ivan Perisic og Mario Madzukic í fremstu víglínu. Þeir eru mjög sterkir,“ sagði Sampoli, sem tók við argentínska landsliðinu í maí á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert