Styttist í dráttinn á HM

Heimir Hallgrímsson í viðtali við Stan Collymore í Kreml í …
Heimir Hallgrímsson í viðtali við Stan Collymore í Kreml í dag. Ljósmynd/Twitter

Það styttist í að dregið verði í riðlana á HM í knattspyrnu og þá fá Íslendingar að vita hverjir verða mótherjar þeirra í Rússlandi næsta sumar.

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari er mættur í höllina í Kreml í Moskvu ásamt íslensku sendinefndinni en drátturinn á HM hefst klukkan 15 og verður fylgst með honum í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

32 þjóðir taka þátt í HM og verða liðin dreg­in í átta fjög­urra liða riðla en HM stend­ur yfir frá 14. júní til 15. júlí.

Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. AFP

Til upp­rifj­un­ar eru styrk­leika­flokk­arn­ir þess­ir á HM:

Styrk­leika­flokk­ur 1:
Rúss­land, Þýska­land, Bras­il­ía, Portúgal, Arg­entína, Belg­ía, Pól­land, Frakk­land.

Styrk­leika­flokk­ur 2:
Spánn, Perú, Sviss, Eng­land, Kól­umbía, Mexí­kó, Úrúg­væ, Króatía.

Styrk­leika­flokk­ur 3:
Dan­mörk, ÍSLAND, Kosta­ríka, Svíþjóð, Tún­is, Egypta­land, Senegal, Íran.

Styrk­leika­flokk­ur 4:
Serbía, Níg­er­ía, Ástr­al­ía, Jap­an, Mar­okkó, Panama, Suður-Kórea, Sádi-Ar­ab­ía.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert