Gagnrýnin ætti að vera varkár

Cristiano Ronaldo á æfingu með Real Madrid í dag.
Cristiano Ronaldo á æfingu með Real Madrid í dag. AFP

Zinedine Zidane, þjálfari Evrópu- og Spánarmeistara Real Madrid í knattspyrnu, varar gagnrýnendur Cristiano Ronaldo við að afskrifa Portúgalann, sem reiknað er með að vinni gullboltann í fimmta sinn síðar í þessari viku.

Ronaldo hefur aðeins skorað tvö mörk í tíu leikjum með Real Madrid í spænsku 1. deildinni á tímabilinu en meistararnir hafa átt erfitt uppdráttar og eru í fjórða sæti deildarinnar, átta stigum á eftir erkifjendunum í Barcelona sem tróna á toppi deildarinnar.

Ronaldo er markahæstur í Meistaradeildinni með átta mörk í fimm leikjum og Zidane reiknar með því að mörkin fari að detta inn hjá Portúgalanum í deildinni.

Hann er svo góður að þegar hlutirnir fara ekki eins og hann er vanur byrjar fólk að tala um hann. Ronaldo mun halda áfram þar til mörkin koma. Ekki fyrir löngu síðan, á síðasta ári, átti hann hreint út sagt magnað tímabil.

Það er löng leið eftir, við erum aðeins nærri hálfnaðir með tímabili. Verið varkár með Cristiano Ronaldo,“ sagði Zidane við fréttamenn í dag fyrir leik liðsins gegn Dortmund í Meistaradeildinni sem fer fram í Madrid annað kvöld.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert