Gríðarleg eftirspurn eftir miðum á HM

Stuðningsmenn Mexíkó.
Stuðningsmenn Mexíkó. Ljósmynd/FIFA

Gríðarleg ásókn er í miða á leiki á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi á næsta ári.

Í gær hófst miðasala á nýjan leik og getur fólk sótt um miða staka leiki ásamt öðrum gerðum miða til 31. janúar.

Á einum sólarhring höfðu rúmar 1,3 milljónir aðdáenda út um allan heim óskað eftir miðum. Ekki um að ræða “fyrstur kemur, fyrstur fær” heldur er þetta í raun happdrætti. Ef miðaumsóknir verða fleiri en fjöldi miða verður dregið af handahófi.

Flestar umsóknirnar bárust frá Rússlandi en stuðningsmenn frá Argentínu, Perú, Mexíkó, Bandaríkjunum, Kólumbíu, Brasilíu, Marokkó, Egyptalandi, Kína og Póllandi komu þar á eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert