„Ísland er með Gylfa Sigurðsson“

Sergio Agüero.
Sergio Agüero. AFP

Sergio Agüero, framherji Manchester City og argentínska landsliðsins í knattspyrnu sem mætir Íslendingum í fyrsta leiknum á HM í sumar, segir að andstæðingar Argentínumanna á HM séu ekki auðveldir mótherjar.

Argentína, sem tvisvar sinnum hefur hampað heimsmeistaratitlinum, er í D-riðli ásamt Íslandi, Króatíu og Nígeríu á HM.

„Andstæðingarnir eru ekki lélegir. Ísland er eitt af nýliðunum á HM. Það er ekki lélegt lið. Lið Íslands er vel skipulagt og hefur Gylfa Sigurðsson. Fyrstu tveir leikirnir verða mikilvægastir og verða ekki auðveldir,“ segir Agüero við vefinn dobleamarilla.com.ar en fyrstu tveir leikir Argentínu verða gegn Íslandi og Króatíu.

„Króatar eru með frábæra miðjumenn. Þeir eru með Modric, Rakitic og þeir hafa Perisic sem spilar á kantinum og er mjög fljótur. Króatar eru með gott lið.“




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert