Liverpool kjöldró Spartak Moskvu

Philippe Coutinho átti stórleik í kvöld.
Philippe Coutinho átti stórleik í kvöld. AFP

Liverpool er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir rótburst gegn Spartak Moskvu frá Rússlandi í síðasta leik riðlakeppninnar í kvöld. Philippe Coutinho skoraði þrjú mörk, Sadio Mané tvö og Roberto Firmino og Mohamed Salah eitt mark hvor í leik sem Liverpool var mikið sterkari aðilinn í allan tímann. Liverpool vinnur því E-riðilinn og fer áfram ásamt Sevilla sem gerði 1:1-jafntefli við Maribor. 

Í F-riðli hafnar Manchester City á toppnum, þrátt fyrir 2:1-tap gegn Shakhtar Donetsk frá Úkraínu. Úkraínska liðið fer áfram, ásamt City á meðan Napoli situr eftir með sárt ennið og fer í Evrópudeildina. 

Besiktas er öruggur sigurvegari í G-riðli eftir 2:1-sigur á Leipzig á útivelli og Portó fylgir þeim eftir 5:2-stórsigur á Mónakó á heimavelli. Leipzig fer í Evrópudeildina en Mónakó spilar ekki meira í Evrópukeppni á leiktíðinni.

Tottenham vann öruggan 3:0-heimasigur á APOEL frá Kýpur og vinnur H-riðil. Real Madrid tekur annað sætið, en liðin höfðu mikla yfirburði í riðlinum. Real hafði betur gegn Dortmund á heimavelli, 3:2. 

Hér að neðan má sjá öll úrslit og markaskorara í keppninni í kvöld. 

Liverpool - Spartak Moskva 7:0
Coutinho 4', 15', 50, Firmino 19', Mané 47', 76' Salah 86'

Maribor - Sevilla 1:1
Tavares 10' -- Ganso 75'

Feyenoord - Napoli 2:1
Jörgensen 33', St. Juste 90'-- Zielinski 2'

Shakhtar Donetsk - Manchester City 2:1
Bernard 26', Ismaily 32' -- Agüero 90'

Porto - Mónakó 5:2
Aboubakar 9', 33', Brahimi 45', Telles 65' Soares 88' -- Glik 61', Falcao 78' 

Leipzig - Besiktas 1:2
Keita 87' -- Negredo 10', Talisca 90'

Real Madrid - Dortmund 3:2
Mayoral 8' Ronaldo 12', Vázquez 81' -- Aubameyang 43,48

Tottenham - APOEL 3:0
Llorente 20', Son 37', N'koudou 80'

Liverpool 7:0 Spartak Moskva opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert