Sagður hafa hafnað risasamningi við City

Lionel Messi.
Lionel Messi. AFP

Argentínski knattspyrnusnillingurinn Lionel Messi, sem mætir Íslendingum í fyrsta leiknum á HM í Rússlandi næsta sumar, er sagður hafa hafnað risasamningi við Manchester City áður en hann skrifaði undir nýjan samning við Barcelona.

Spænska blaðið Marca greinir frá þessu en þar kemur fram að Messi hafi verið boðið 850 þúsund pund í vikulaun sem jafngildir 118 milljónum króna og hann hafi átt að fá 88 milljónir punda í vasann við undirskrift en sú upphæð er að andvirði 12,2 milljarðar króna.

Messi sem hefur spilað með Barcelona allan sinn feril framlengdi samningi sínum við Katalóníuliðið í síðasta mánuði og er nú bundinn félaginu til ársins 2021.

Í samn­ingi hans er klásúla að hann megi fara ef fé­lag býður 700 millj­ón­ir evra, rúma 86 millj­arða króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert