Stórleikir framundan í Meistaradeildinni

Xabi Alonso hjálpaði til við dráttinn í Meistaradeildinni.
Xabi Alonso hjálpaði til við dráttinn í Meistaradeildinni. AFP

Það eru stórleikir á dagskrá í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en meðal annars mæta ríkjandi meistarar Real Madrid franska stórliðinu París SG.

Fimm ensk lið voru í pottinum og fengu Chelsea og Tottenham bæði afar erfiða mótherja. Chelsea mætir Lionel Messi og félögum hjá Barcelona á meðan Tottenham mætir Ítalíumeisturum Juventus. Manchester-liðin City og United sluppu betur og þá mætir Liverpool liði Porto.

Dráttinn í heild sinni má sjá hér að neðan:

Juventus (Ítalía) – Tottenham (England)
Basel (Sviss) – Manchester City (England)
Porto (Portúgal) – Liverpool (England)
Sevilla (Spánn) – Manchester United (England)
Real Madrid (Spánn) – París SG (Frakkland
Shakhtar (Úkraína) – Roma (Ítalía)
Chelsea (England) – Barcelona (Spánn)
Bayern München (Þýskaland) – Besiktas (Tyrkland)

Leikirnir fara fram 13./14. eða 20./21. febrúar og síðari leikirnir 6./7. eða 13./14. mars.

Dregið í Meistaradeildinni opna loka
kl. 11:22 Textalýsing Þá er þetta komið! Leikirnir fara fram 13./14. eða 20./21. febrúar og síðari leikirnir 6./7. eða 13./14. mars.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert