Hafa ekki gefist upp á Neymar

Neymar
Neymar AFP

Spænski risinn Barcelona ætlar enn einu sinni að reyna fá knattspyrnumanninn Neymar aftur til félagsins frá PSG í Frakklandi. Neymar varð dýrasti leikmaður heims þegar PSG keypti hann frá Barcelona á 222 milljónir evra fyrir tveimur árum en hann hefur verið sterklega orðaður við endurkomu til Barcelona síðan í sumar.

Það virtist allt stefna í að Brasilíumaðurinn, sem hefur verið einn besti knattspyrnumaður heims undanfarin ár, myndi snúa aftur til Barcelona í sumar en viðræður félaganna runnu út í sandinn og hann varð áfram í Frakklandi. Neymar er 27 ára og hefur átt í vandræðu með meiðsli í vetur og þá hafa stuðningsmenn PSG átt erfitt með að taka hann aftur í sátt eftir daðrið við gömlu félagana í Barcelona í sumar.

Fréttamiðillinn Goal.com segir nú frá því að forráðamenn Barcelona eru að undirbúa nýtt tilboð í kappann. PSG vildi fá endurgreitt í sumar, þ.e. 222 milljónir evra, en á næsta ári verður Neymar árinu eldri og einu ári nær því að klára samning sinn hjá félaginu. Það gæti því verið að félagið verði tilbúið að samþykja lægra tilboð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka