Systkinin Daníel og Ásta Sigurðarbörn unnu öruggan sigur í alþjóðlega rallinu, Rally Reykjavík, sem lauk í dag. Um leið tryggðu þau sér Íslandsmeistaratitilinn í rallakstri í fyrsta sinn. Ásta er fyrsta konan sem vinnur Íslandsmeistaratitil í rallakstri.
Daníel og Ásta luku keppni 18 mínútum á undan Guðmundi Höskuldssyni og Þórarni Karlssyni en með 2. sætinu tryggðu þeir sér Íslandsmeistaratitilinn í Max1 flokki.
Þriðju í rallinu voru Sigurður Óli Gunnarsson og dóttir hans, Elsa Kristín Sigurðardóttir.
Eyjólfur Melsted og Árni Jónsson sigruðu í 2000 flokki og Rob Harford og Witek Bogdanski báru sigur úr býtum í jeppaflokki.