Systkinin Daníel og Ásta sigruðu í rallakstri helgarinnar

Systkinin á fullri ferð
Systkinin á fullri ferð mbl.is/Guðmundur Karl

Systkinin Daníel og Ásta Sigurðarbörn sigruðu í lokaumferð Íslandsmótsins í rallakstri sem fram fór á föstudag og laugardag. Eknar voru leiðir á Reykjanesi og norðan Þingvalla. Daníel og Ásta leiddu keppnina allan tímann og luku keppni tæpum sex mínútum á undan Jóni Bjarna Hrólfssyni og Borgari Ólafssyni sem höfnuðu í 2. sæti.

Jón Bjarni og Borgar sigruðu í 2000 flokki. Þriðju voru Hilmar B. Þráinsson og Vignir R. Vignisson en þeir sigruðu í jeppaflokki.

Daníel og Ásta höfðu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn fyrir síðustu umferðina og þeir Jón Bjarni og Borgar voru einnig búnir að tryggja sér titilinn í 2000 flokknum. Þorsteinn og Þórður McKinstry höfnuðu í 3. sæti í jeppaflokknum í lokaumferðinni og það dugði þeim til þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn í jeppaflokki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka