Örn Arnarson varð sjötti í úrslitum 50 m baksunds á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi og bætti Norðurlandametið í þriðja sinn í dag. Örn synti á 24,05 og bætti rúmlega klukkustundargamalt met sitt um 2/100 úr sekúndu. Þjóðverjinn Thomas Rupprath varð Evrópumeistari, synti vegalengdina á 23,43 sekúndum.
Örn náði frábæru viðbragði í úrslitasundinu og var í baráttunni um verðlaun þar til 15 metrar voru eftir þá átti andstæðingarnir meira eftir.
Næstur á eftir Rupprath var landi hans Helge Meeuw á 23,59 og Spánverjinn Fabher Ashwin Wildeboer frá Spáni vann bronsið, synti á 23,75. Bornsverðlaunhafinn á mótinu í fyrra, Slóvakinn Luboz Krisko, varð fimmti á 23,98 sekúndum.
Örn þríbætti Norðurlandametið í 50 m baksundi í dag en það var í eigu Finna í morgunsárið, 24,44 sekúndur. Íslandsmet Arnar var 24,47 áður en atlaga hans að því hófst í morgunsárið í undanrásum.
Örn keppir í 100 m baksundi á Evrópumótinu á morgun. Ragnheiður Ragnarsdóttir og Jakob Jóhann Sveinsson verða þá einnig í eldlínunni.