Fáránlegt að vera í þessari aðstöðu

Elísabet Gunnarsdóttir á meðan hún var enn við stjórnvölinn hjá …
Elísabet Gunnarsdóttir á meðan hún var enn við stjórnvölinn hjá Val. mbl.is/hag

„Ég er ekkert að missa móðinn og ég nýt 100% trausts bæði hjá leikmönnum og stjórn en það er hreint með ólíkindum að við skulum ekki vera komnar á blað. Mér er sagt að liðið spili miklu betri fótbolta en í fyrra og hafi bætt sig á flestum sviðum en auðvitað verðum við að fara að ná í stig,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari sænska liðsins Kristianstad í samtali við Morgunblaðið í gær.

Elísabet tók við þjálfun sænska liðsins í vetur eftir að hafa þjálfað lið Vals með afar góðum árangri undanfarin ár. Hún hefur eflaust kosið að byrja þjálfaraferilinn erlendis betur því eftir átta umferðir í sænsku úrvalsdeildinni er Kristianstad án stiga, liðið hefur skorað 8 mörk en fengið á sig 23. Með liðinu leika þrjár íslenskar landsliðskonur – Hólmfríður Magnúsdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Erla Steina Arnardóttir. ,,Þær hafa staðið sig mjög vel og hafa verið með þeim bestu hjá okkur á tímabilinu. Erla Steina spilar í nýrri stöðu sem miðvörður og hefur gert það vel, Guðný Björk hefur spilað sem bakvörður og á miðjunni og Hólmfríður á kantinum og á miðjunni,“ sagði Elísabet.

Hólmfríður var einmitt í fjórða sæti í kosningunni á besta leikmanni úrvalsdeildarinnar í apríl, þrátt fyrir slæmt gengi liðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert