Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Serbum í undankeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta kvenna á morgun.
Ísland mun leika 4:2:3:1 leikaðferðina líkt og í undanförnum leikjum. Marrgrét Lára Viðarsdóttir hefur fundið fyrir smávægilegum meiðslum á undanförnum dögum og mun Sigurður taka ákvörðun um þátttöku hennar þegar nær dregur leiknum sem hefst kl. 14 að íslenskum tíma á Mirko Vucurevic leikvellinum í bænum Banatski Dvor.
Dóra Stefánsdóttir leikur sem miðvörður við hlið fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur. Dóra hefur leikið sem varnartengiliður en tveir miðverðir íslenska landsliðsins eru frá vegna meiðsla. Þær Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Erna B. Sigurðardóttir.
Byrjunarliðið er þannig skipað:
Markvörður: Þóra B. Helgadóttir.
Hægri bakvörður: Sif Atladóttir.
Miðverðir: Dóra Stefánsdóttir, Katrín Jónsdóttir.
Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir.
Varnartengiliðir: Edda Garðarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir.
Tengiliðir: Dóra María Lárusdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir,Hólmfríður Magnúsdóttir.
Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir.
Varamenn: Rakel Hönnudóttir, Rakel Logadóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir (markvörður), Fanndís Friðriksdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Thelma Björk Einarsdóttir, Mist Edvardsdóttir.