„Þurfum að bæta vörnina“

Jón Ólafur Jónsson Snæfelli.
Jón Ólafur Jónsson Snæfelli. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Jón Ólafur Jónsson, eða Nonni Mæju eins og hann er kallaður, var í gær útnefndur besti leikmaður í umferðum 12-22 í Iceland Express-deildinni í körfuknattleik. Jón Ólafur er einn lykilmanna í liði Íslands- og bikarmeistara Snæfells og í 11 síðustu leikjum Snæfellinga í deildarkeppninni skoraði hann 20,6 stig að meðaltali í leik, tók 10,1 frákast og átti 1,8 stoðsendingu.

Jón Ólafur var valinn í úrvalslið umferða 12-22 en aðir í því liði eru Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Snæfelli, Pavel Ermolinskij, KR, Marcus Walker, KR, og Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Keflavík. Hrafn Kristjánsson, KR, var valinn besti þjálfarinn, Helgi Rafn Viggósson, Tindastóli, mesti dugnaðarforkurinn og Sigmundur Már Herbertsson besti dómarinn.

„Ég væri að ljúga því ef ég segði ekki að þetta val sé ákveðinn heiður. Það er gaman af fá svona viðurkenningu og auðvitað eiga samherjar mínir þátt í henni,“ sagði Jón Ólafur Jónsson við Morgunblaðið.

Nánar er rætt við Jón Ólaf í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka