Fyrsti opinberi rugby-leikurinn

Rugbymennirnir búa sig undir leikinn.
Rugbymennirnir búa sig undir leikinn.

Í fyrsta sinn í íslenskri íþróttasögu verður opinber rugby-leikur hér á landi þegar Rugby félag Reykjavíkur tekur á móti Thunderbird Old Boys Rugby club frá Bandaríkjunum.

Leikurinn fer fram á morgun, sunnudag, klukkan 16:00 á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda. Rugbyfélag Reykjavíkur hefur unnið að uppbyggingu á þessu nýja vali í íþróttaflóru Íslands frá því í febrúar 2010 og eru um 40 virkir meðlimir í félaginu í dag. Leikurinn á sunnudag er sá fyrsti sem liðið spilar í 15 manna útgáfu af leiknum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert