Annie Mist er Evrópumeistari

Annie Mist Þórisdóttir.
Annie Mist Þórisdóttir. Ómar Óskarsson

Ísland var í algjörri yfirburðastöðu á Evrópumeistaramótinu í crossfit  sem haldið var í Danmörku og tryggðu íslensku keppendurnir sér sex af níu verðlaunasætum á mótinu. Annie Mist Þórisdóttir lenti í fyrsta sæti í einstaklingsflokki kvenna. Mótið er stærsti crossfit-viðburður í Evrópu.

Annie Mist keppir fyrir CrossFit Reykjavík.

Í öðru sæti varð Katrín Tanja Davíðsdóttir, CrossFit stöðinni og í þriðja sæti Þuríður Erla Helgadóttir CrossFit Sport.

Einstaklingskeppni karla vann hinn danski Frederik Aegidius, sem er kærasti Anniear Mistar, í öðru sæti varð Mikko Aronpää frá Finnlandi og Númi Snær Katrínarson, sem búsettur er í Svíþjóð, varð í þriðja sæti.

Þá gekk íslensku keppendunum einnig vel í liðakeppninni, en lið CrossFit Reykjavík varð þar í  fyrsta sæti, í öðru sæti varð CrossFit Sport og í því þriðja danska liðið Team Butchers Lab.

Keppnin fór fram í Ballerup á föstudag, laugardag og sunnudag. Þar áttust við 30 bestu konur og 30 bestu karlar í Evrópu ásamt 30 efstu liðunum.

Þrír efstu úr hverjum flokki munu taka þátt í Heimsleikum crossfit sem haldnir verða  í Bandaríkjunum um miðjan júlí.

Annie Mist Þórisdóttir.
Annie Mist Þórisdóttir. Jakob Fannar Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert