Eiður áfram sá dýrasti

Eiður Smári Guðjohnsen í baráttu við Nani.
Eiður Smári Guðjohnsen í baráttu við Nani. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Gylfi Þór Sigurðsson er næstdýrasti knattspyrnumaður Íslands eftir kaup Tottenham á honum frá Hoffenheim í Þýskalandi. Verðið er talið vera 10 milljónir evra, eða 8 milljónir punda.

Barcelona keypti Eið Smára Guðjohnsen af Chelsea í júní 2006 fyrir 12 milljónir evra og hann er því áfram sá dýrasti í sögunni.

Reyndar kemur annað út ef upphæðirnar eru framreiknaðar í íslenskar krónur. Árið 2006 jafngiltu 12 milljónir evra um 1.100 milljónum íslenskra króna. Í dag eru 10 milljónir evra jafnvirði um 1.600 milljóna króna. En það er önnur saga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert