Aníta Hinriksdóttur hafnaði í áttunda sæti í 800 m hlaupi á Demantamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Stokkhólmi í kvöld. Hún kom í mark á 2.02,17 mínútum en Íslandsmet hennar er 2.00,49. Eunice Sum frá Kenía, nýbakaður heimsmeistari í 800 m hlaupi, kom fyrst í mark á 1.58,84.
Alysia Johnson Montano frá Bandaríkjunum var önnur á 1.58,76 og Malika Akkaoui, Marokkó, kom þriðja í mark á 1.59,74.
Tíu konur hófu hlaupið en tvær drógu sig úr eftir 600 m metra. Aníta hafði í fullu tré við andstæðinga sína lengst af hlaupsins en á síðustu 100 metrunum náði hún ekki að fylgja þeim eins fast eftir.
Rætt verður við Anítu og þjálfara hennar Gunnar Pál Jóakimsson í Morgunblaðinu í fyrramálið auk þess sem fleiri myndir frá hlaupinu verða birtar.