Dreymir um að lifa á blakinu

Hafsteinn Valdimarsson blakspilari hjá Marienlyst í Danmörku.
Hafsteinn Valdimarsson blakspilari hjá Marienlyst í Danmörku. Ljósmynd/hveragerdi.is

Árangur Hvergerðingsins Hafsteins Valdimarssonar á nýafstaðinni leiktíð í dönsku úrvalsdeildinni í blaki var með eindæmum góður.

Hafsteinn kórónaði frábært tímabil í fyrrakvöld þegar hann varð danskur meistari með Marienlyst frá Óðinsvéum eftir sigur á Gentofte í oddaleik í úrslitum, 3:2 en Gentofte komst yfir í leiknum 2:0. Fyrr í vetur hafði Hafsteinn orðið danskur bikarmeistari með Marienlyst, verið valinn besti miðjumaður deildarinnar og vann að auki alla leikina í dönsku úrvalsdeildinni með Marienlyst.

„Ég hafði einhvern veginn ekkert of miklar áhyggjur af því að við myndum klúðra danska meistaratitlinum þótt við hefðum lent undir 2:0 í oddaleiknum. Við höfðum komist í 2:0 gegn Gentofte í öðrum leik og tapað honum 3:2, þannig að ég vissi alveg að í leikjum þessara liða væri vel hægt að snúa dæminu við, þótt tap væri vissulega möguleiki líka,“ sagði Hafsteinn þegar hann ræddi við Morgunblaðið í gær.

Sjá samtal við Hafstein í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert