Miami setur stefnuna á þrennuna

LeBron James og félagar hans í Miami hafa hampað meistaratitlinum …
LeBron James og félagar hans í Miami hafa hampað meistaratitlinum tvö undanfarin ár. Þeir eru til alls líklegir þrátt fyrir brösótt gengi síðustu vikur. AFP

Eftir nær sex mánaða deildarkeppni geta bestu lið NBA-deildarinnar nú loks einbeitt sér að leikjum úrslitakeppninnar, en fyrstu leikirnir hefjast í kvöld. Í öllum leikseríum þarf fjóra sigra til að vinna.

Að venju hafa Vestudeildarliðin sýnt að þar fara flest bestu liðin.

Gæðamunurinn á deildunum tveimur í NBA var svo augljós undanfarnar vikur að það var næsta grátlegt að horfa upp á topplið Austurdeildarinnar, Miami Heat og Indiana Pacers, segja hvort við annað: „Taktu toppsætið, við höfum engan áhuga á því.“

Lengi leit deildarstaðan vestanmegin vel út fyrir Oklahoma City Thunder, en seinnipart deildarkeppninnar tók San Antonio Spurs rosalegan kipp og vann nítján leiki í röð og náði þar með toppsætinu. Þessi tvö lið, ásamt Los Angeles Clippers, ættu á endanum að berjast um sigurinn í úrslitakeppninni vestanmegin. Leikseríurnar í Vesturdeildinni verða annars þessar: San Antonio Spurs gegn Dallas Mavericks. Hér ætti Spurs að taka það létt, enda vann San Antonio alla fjóra leiki liðanna í vetur. Þar á bæ er töluverð hvöt hjá leikmönnum að komast í lokaúrslitin eftir að Spurs var tæpum tveimur sekúndum frá meistaratitlinum í sjötta leik lokaúrslitanna í Miami í fyrra.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert