Metþátttaka í Víðavangshlaupi ÍR

Metþátttaka var í 99. Víðavangshlaupi ÍR í dag en þegar forskráningu lauk voru 485 skráðir til leiks. Hlaupið var umhverfis og í nágrenni við Tjörnina og var stemningin góð meðal keppenda.

Mesti fjöldi sem hlaupið hefur í Víðavangshlaupi til þessa eru 465 en það var árið 2010.

ÍR-ingar hafa fagnað sumri 99. ár í röð með því að halda Víðavangshlaup ÍR og hlaupið er elsta hlaup landsins og með elstu almenningshlaupum í Evrópu. Aldrei hefur fallið úr hlaup og er Víðavangshlaup ÍR einn af þeim íþróttaviðburðum sem eiga sér lengsta samfellda sögu hér á landi. Aðeins Íslandsmótið í knattspyrnu hefur verið haldið lengur samfellt.

Frétt mbl.is: Víðavangshlaup ÍR í 99. skipti

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert