Aníta á besta tímanum inn í undanúrslit

Aníta Hinriksdóttir reið á vaðið af íslensku keppendunum í Eugene.
Aníta Hinriksdóttir reið á vaðið af íslensku keppendunum í Eugene. Eva Björk Ægisdóttir

Aníta Hinriksdóttir var nú rétt í þessu að koma í mark í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á heimsmeistaramóti unglinga í Eugene í Bandaríkjunum og tryggði sér sæti í undanúrslitunum á morgun

Aníta hljóp í fyrsta riðli og var strax í hópi fremstu hlaupara en tók forystuna þegar rúmlega 200 metrar voru eftir og kom langfyrst í mark á tímanum 2:03:41 mínútum. Það var besti tíminn af riðlunum fjórum inn í undanúrslitin.

Keppt var í fjór­um riðlum í und­an­rás­um og kom­ust þrjár fyrstu í hverj­um riðli áfram í undanúr­slit og svo fjór­ar til viðbót­ar með bestu tím­ana. Það kom­ast því sam­tals 16 í undanúr­slit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert