Mótið sem allt miðast við hjá Anítu

Aníta Hinriksdóttir
Aníta Hinriksdóttir mbl.is/Eva Björk

Aníta Hinriksdóttir ríður á vaðið af íslensku keppendunum á heimsmeistaramóti 19 ára og yngri í frjálsíþróttum í Eugene, í Bandaríkjunum þegar hún keppir í undanrásum 800 metra hlaups kvenna klukkan 19.15 að íslenskum tíma í kvöld.

„Ég á ekki von á öðru en að Aníta eigi að vera nokkuð örugg um að komast í undanúrslitin. Hún verður bara að hlaupa skynsamlega í undanrásunum þannig að hún taki ekki of mikið á,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson þjálfari Anítu, og að HM í Eugene sé það mót sem allur undirbúningur Anítu í sumar hafi miðast við.

Nánar er rætt við Gunnar Pál í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert