Aníta kláraði ekki úrslitahlaupið

Aníta Hinriksdóttir kláraði ekki úrslitahlaup 800 metra hlaups kvenna í heimsmeistaramótinu ungmenna í frjálsíþróttum í Eugene, Oregon í Bandaríkjunum sem lauk nú rétt í þessu.

Aníta fór hratt af stað og tók forystu strax eftir 200 metra. Hún hélt forystunni allan fyrri hringinn en þegar rúmir 200 metrar voru eftir af hlaupinu fóru Margaret Nyairea Wambui og Sahily Diago fram úr henni og fljótlega á eftir missti Aníta líka báða áströlsku keppendurna fram úr sér og virtist Aníta vera algjörlega sprungin á limminu. Það fór svo þannig að Aníta kláraði ekki hlaupið.

Wambui frá Keníu kom fyrst í mark á tímanum 2:00,49 mín., sem er nákvæmlega sami tími og Íslandsmet Anítu. Wambui er því  heimsmeistari 18-19 ára árið 2014.

„Hljóp fyrri hringinn of hratt“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert