Hilmar og Sindri keppa í kvöld

Sindri Hrafn Guðmundsson
Sindri Hrafn Guðmundsson mbl.is/Styrmir Kári

Tveir íslenskir íþróttamenn verða í eldlínunni í heimsmeistaramóti ungmenna í frjálsíþróttum í Eugene í Bandaríkjunum í kvöld. Sindri Hrafn Guðmundsson keppir í undanrásum í spjótkasti og er hann í fyrri riðli þar sem keppni hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma.

Kasta þarf 72,00 metra til að komast í úrslit, en annars komast aldrei færri en 12 bestu í úrslit. Hver keppandi fær þrjú köst í undanrásum. Sindri kastaði 77,28 metra á Meistaramóti Íslands í Kaplakrika fyrir hálfum mánuði, þannig ef allt gengur að óskum ætti hann að fara í úrslit. Úrslit spjótkastsins verða svo á sunnudagskvöld klukkan 22.25.

Hilmar Örn Jónsson keppir svo í úrslitum sleggjukasts klukkan 1.00 í kvöld. Hann átti þriðja lengsta kastið í undanrásum og mun því vafalaust berjast um sæti á verðlaunapalli í kvöld. Þar fá allir 12 keppendurnir í úrslitunum þrjú köst og þeir átta sem hafa lengstu köstin að því loknu fá þrjú köst til viðbótar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert