Ásdís kastaði lengst í Sviss

Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir. mbl.is/Golli

Ásdís Hjálmsdóttir kastaði lengst allra keppenda í spjótkasti kvenna á svissneska meistaramótinu í frjálsíþróttum sem hófst í Frauenfeld í gær.

Hún kaastaði 57,47 metra, nákvæmlega fimm metrum lengra en Nathalie Meier, sem var hinsvegar krýndur svissneskur meistari. Ásdís átti þrjú gild köst af sex og hin mældust 55,65 og 54,94 metrar.

„Frábær stemning og mér leið mjög vel en vantaði aðeins uppá," skrifaði Ásdís á Facebook-síðu sína eftir mótið og kvaðst vera á leið í æfingabúðir á Ítalíu næsta miðvikudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert