Hilmar Örn tólfti á HM í Eugene

Hilmar Örn Jónsson gerði öll köst sín ógild í úrslitunum.
Hilmar Örn Jónsson gerði öll köst sín ógild í úrslitunum. Eva Björk Ægisdóttir

Hilmar Örn Jónsson var rétt í þessu að ljúka keppni í úrslitum í sleggjukasti karla á heimsmeistaramóti ungmenna 19 ára og yngri í Eugene í Bandaríkjunum. Hann gerði öll þrjú köst sín ógild og lenti því í tólfta sæti í greininni.

Tólf keppendur komust úr undanúrslitunum á fimmtudag, þar sem Hilmar kastaði 76,03 metra. Efstu átta keppendurnir eftir þrjú köst í úrslitunum komust áfram og fá þrjú köst til viðbótar þar sem barist er um heimsmeistaratitilinn.

Ashraf Amgad Elseify frá Katar var efstur eftir fyrstu þrjár umferðirnar og tvíbætti mótsmetið, hann kastaði 81,82 metra í fyrstu tilraun og 84,51 metra í annarri og er langsigurstranglegastur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert