Sextíu milljónir gulltryggðar

Stjörnumenn hafa ástæðu til að fagna.
Stjörnumenn hafa ástæðu til að fagna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjarnan og FH hafa tryggt sér 390 þúsund evrur hvort félag, rúmar 60 milljónir króna, fyrir frammistöðu sína í Evrópudeildinni í knattspyrnu.

Sigrar liðanna á Motherwell frá Skotlandi og Neman Grodno frá Hvíta-Rússlandi tryggðu hvoru félagi um sig um 20 milljónir króna sem þau fá fyrir að spila í 3. umferðinni.

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, greiðir félögunum hluta af hagnaði af Evrópumótum félagsliða. Öll félög fá 120 þúsund evrur, 18,6 milljónir króna, fyrir það eitt að taka þátt í 1. umferðinni, burtséð frá því hvort liðin komast áfram eða ekki. Það er því lágmarksgreiðsla og sú upphæð sem Fram fær í sinn hlut eftir að hafa fallið úr keppni fyrir Nömme Kalju frá Eistlandi í fyrstu umferð fyrr í þessum mánuði.

Sjá fréttaskýringu um tekjur af þátttöku í Evrópudeildinni í knattspyrnu í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert