Var aðeins með í maganum

Sindri Hrafn Guðmundsson.
Sindri Hrafn Guðmundsson. mbl.isStyrmir Kári

„Þetta var rosalegt, ég er mjög sáttur,“ sagði spjótkastarinn Sindri Hrafn Guðmundsson þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans í gærkvöldi.

Hann var þá nýbúinn að tryggja sér sæti í úrslitum heimsmeistaramóts ungmenna 19 ára og yngri í Eugene í Bandaríkjunum. Sindri Hrafn kastaði 69,99 metra sem var fjórða lengsta kastið í undanriðlunum tveimur.

„Maður var aðeins með í maganum en reyndi að hugsa ekkert um það. Aðstæðurnar voru ekkert sérstakar, mótvindurinn var frekar mikill þar sem sú átt er svolítið ríkjandi á vellinum en það hafði jafn mikil áhrif á alla keppendur. En þetta var frábært,“ sagði Sindri.

Sjá viðtal við Sindra Hrafn í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert