Aðeins tveir Íslendingar nýta lágmörk

Hrafnhildur Lúthersdóttir fer á EM en Eygló Ósk Gústafsdóttir ætlar …
Hrafnhildur Lúthersdóttir fer á EM en Eygló Ósk Gústafsdóttir ætlar ekki. mbl.is/Golli

Tveir íslenskir sundmenn munu nýta sér keppnisrétt á Evrópumótinu í 50 metra laug í sundi sem hefst í Berlín, höfuðborg Þýskalands 18. ágúst. Það verða Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, báðar úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, sem verða fulltrúar Íslands á EM. Með þeim í för verður Klaus Jürgen-Ohk sem þjálfari.

Hrafnhildur, Ingibjörg og Klaus eru þessa dagana í Essen í Þýskalandi við æfingar og undirbúning fyrir EM.

Samkvæmt upplýsingum frá Sundsambandi Íslands náðu bæði Anton Sveinn McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Sundfélaginu Ægi lágmörkum á EM, en ákváðu hvorugt að nýta sér keppnisrétt sinn, en af ólíkum ástæðum.

Nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert