Síðast í úrslitum 1971

Víkingurinn Alan Lowing á möguleika á að verða bikarmeistari annað …
Víkingurinn Alan Lowing á möguleika á að verða bikarmeistari annað árið í röð. mbl.is/Eggert

Það ræðst í kvöld hvort Keflavík eða Víkingur R. kemst í úrslit Borgunarbikarkeppni karla í knattspyrnu og leikur gegn ÍBV eða KR í úrslitum á Laugardalsvelli 16. ágúst.

Undanúrslitaleikur Keflavíkur og Víkings fer fram á Nettóvellinum í Keflavík í kvöld og hefst klukkan 19.15. Keflavík hefur ekki komist í bikarúrslit síðan árið 2006, en það ár varð Keflavík raunar bikarmeistari eftir 2:0-sigur á KR í úrslitaleik. Keflavík hefur fjórum sinnum orðið bikarmeistari karla en Víkingur aðeins einu sinni. Það var árið 1971 og þá vann Víkingur 1:0-sigur á Breiðabliki í úrslitum á Melavelli. Víkingur hefur ekki komist í bikarúrslit síðan, eða í 43 ár. Aðeins Alan Lowing hjá Víkingi og Almarr Ormarsson, KR, geta orðið bikarmeistarar annað árið í röð, eftir að hafa lyft bikarnum með Fram í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert