Haukur Helgi til Svíþjóðar?

Haukur Helgi Pálsson.hefur leikið á Spáni undanfarin ár.
Haukur Helgi Pálsson.hefur leikið á Spáni undanfarin ár. mbl.is/Kristinn

Útlit er fyrir að Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, endurnýi kynni sín við Peter Öqvist, fyrrverandi landsliðsþjálfara, og gangi til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið LF Basket í sumar. Haukur var síðast á mála hjá Breogan í næstefstu deild Spánar.

„Við sjáum til hvað gerist. Það væri gott að spila fyrir Öqvist. Hann kallar fram það besta í mér,“ sagði Haukur við sænska miðilinn NSD. Honum stendur þó einnig til boða að færa sig um set á Spáni.

Haukur er þessa dagana staddur með íslenska landsliðinu í Lúxemborg þar sem það vann góðan sigur á heimamönnum í gærkvöld í vináttulandsleik.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert