Neymar-meiðslin hrjá Matthías

Matthías Vilhjálmsson er lykilmaður hjá Start.
Matthías Vilhjálmsson er lykilmaður hjá Start. Ljósmynd/ikstart.no

„Ég er búinn að finna sífellt fyrir verkjum og þetta hefur versnað að undanförnu,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, Ísfirðingurinn í liði Start í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sem hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Hann spilaði þrátt fyrir það gegn Haugesund um síðustu helgi.

„Ég fann það fyrir leikinn gegn Haugesund að það var orðið erfitt að hoppa,“ sagði Matthías sem gæti misst af næsta leik, gegn toppliði Molde. Hann meiddist upphaflega í leik gegn Lilleström fyrir þremur vikum þegar hann fékk hné í bakið sem olli skaða í hryggjarlið.

„Þetta er í raun bara eins og Neymar-meiðslin,“ sagði sjúkraþjálfari Start við blaðið Fædrelandsvennen, og vísaði til meiðsla brasilísku stjörnunnar á HM í sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert