Unglingalandsmót UMFÍ sett í 17. sinn

Frá setningu Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki í gær.
Frá setningu Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki í gær. Ljósmynd/Birgir Örn Sigurðsson

17. Unglingalandsmót UMFÍ, sem haldið er á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina, var sett með formlegum hætti að viðstöddu miklu fjölmenni í gærkvöld.

Þátttakendur gengu fylktu liði inn á íþróttavöllinn en yfir 1.500 keppendur á aldrinum 11-18 ára taka þátt í mótinu. Mótshaldarar búast við að 10 þúsund gestir muni sækja mótið um helgina. Keppt er í 17 keppnisgreinum og hafa þær aldrei verið fleiri fram að þessu.

Margt af okkar fremsta íþróttafólki hefur stigið sín fyrstu spor á unglingalandsmóti en þeim hefur vaxið fiskur um hrygg með hverju árinu. Þetta er í þriðja sinn sem mótið er haldið á Sauðárkróki en öll aðstaða er með því besta sem þekkist á landinu.

Sjá umfjöllun um setningu mótsins í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki sett.
Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki sett. Ljósmynd/Birgir Örn Sigurðsson
Þær Bríet Lilja Sigurðardóttir og Linda Þórdís Róbertsdóttir úr U16-landsliði …
Þær Bríet Lilja Sigurðardóttir og Linda Þórdís Róbertsdóttir úr U16-landsliði Íslands í körfuknattleik, hlaupa hér með kyndilinn á setningarathöfninni á Sauðárkróki í gærkvöldi. Ljósmynd/Birgir Örn Sigurðsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert