Hrafnhildur í 12. sæti

Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. AFP

Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona úr Sundfélagi Hafnarfjarðar var rétt í þessu að ljúka við 200 metra bringusund í undanúrslitum á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug sem haldið er í Berlín.

Sextán sundkonur syntu í undanúrslitum og endaði Hrafnhildur í 12. sæti og komst þar með ekki í úrslitasundið sem fram fer á morgun. Hrafnhildur synti á tímanum  2,28,72 mínútum en í morgun synti á tímanum 2.28,07 mínútum. Íslandsmet hennar í greininni er 2.27,11 mín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert