Gull hjá Phelps í alþjóðlegu endurkomunni

Michael Phelps keppir á Kyrrahafsleikunum í Ástralíu.
Michael Phelps keppir á Kyrrahafsleikunum í Ástralíu. AFP

Sigursælasti sundmaður allra tíma, Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps er komin með ein gullverðlaun á Kyrrahafsleikunum í sundi, sem fram fara í Ástralíu, en þetta er fyrsta alþjóðlega sundmótinu sínu frá því hann hóf aftur keppni eftir tæplega tveggja ára hlé.

Þessi átjánfaldi Ólympíumeistari vann gullverðlaunin með sundsveit Bandaríkjanna í 4x200 metra skriðsundi, en áður hafði hann lent í 4. sæti í 100 metra skriðsundi.

Kyrrahafsleikarnir eru fyrsta alþjóðlega mótið sem hinn 28 ára gamli Phelps keppir á síðan á Ólympíuleikunum í London 2012. Phelps er sá íþróttamaður sem unnið hefur til flestra gullverðlauna á Ólympíuleikum og hann hefur nú sett stefnuna á leikana í Ríó eftir tvö ár.

„Það vita allir að þetta verður ekki auðveldari fyrir mig með tímanum og næstu tvö ár verða erfið, en ég held að ég geti bætt mig á næstu mánuðum og vonandi tekst mér svo að vera í Ríó 2016,“ sagði Phelps í Ástralíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert