Hataði sund en setti heimsmet í kvöld

Adam Peaty fagnar heimsmeti sínu í kvöld.
Adam Peaty fagnar heimsmeti sínu í kvöld. AFP

Bretinn Adam Peaty sló í kvöld heimsmetið í 50 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug sem haldið er í Berlín.

Hinn 19 ára gamli Peaty kom í mark á 26,62 sekúndum og bætti heimsmetið um 0.05 sekúndur sem var í Cameron van der Burgh og var sett fyrir fimm árum.

„Ég hataði sund þegar ég var strákur,“ sagði Peaty við fréttamenn eftir sundið en hann segist hafa verið mjög vatnshræddur á sínum yngri ári og vildi hvorki fara í bað né sturtu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert