Matthildur fimmta á Íslandsmeti

Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir.
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir. Ljósmynd/ÍF

Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir setti í dag Íslandsmet í 400 metra hlaupi í T37 fötlunarflokki hreyfihamlaðra á Evrópumóti fatlaðra í frjálsíþróttum í Swansea í Wales þegar hún kom fimmta í mark á 1:12,86 mín.

Rússinn Evgeniya Trutsnjikova varð Evrópumeistari, en hún kom í mark á 1:06,35 mín.

Þar með hafa Íslendingar lokið keppni á EM og yfirgefa Wales með tvenn verðlaun í farteskinu, gullverðlaun Helga Sveinssonar í spjótkasti og bronsverðlaun Arnars Helga Lárussonar í 200 metra hjólastólaralli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert