Velja þarf réttu mótin

Þormóður Árni Jónsson íhugar að stefna aftur á Ólympíuleika en …
Þormóður Árni Jónsson íhugar að stefna aftur á Ólympíuleika en það er kostnaðarsamt. mbl.is/Golli

Enginn Íslendingur verður meðal þátttakenda á heimsmeistaramótinu í júdó sem hefst á mánudag í Tsjelíabinsk í Rússlandi. Til stóð að senda Þormóð Árna Jónsson en Júdósamband Íslands, JSÍ, hefur í samráði við Þormóð hætt við það sökum kostnaðar.

„Það kostar gríðarlegar fjárhæðir að ferðast til Tsjelíabinsk, enda borgin við landamæri Kasakstan. Ferðalagið er líka langt og erfitt,“ sagði Jóhann Másson, formaður JSÍ, við Morgunblaðið í gær og að ákveðið hefði verið að velja mótin vel fyrir Þormóð.

Sjá umfjöllunina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert