Hrafnhildur í undanúrslit á Íslandsmeti

Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir á EM í Berlín.
Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir á EM í Berlín. Ljósmynd/Facebook

Hrafnhildur Lúthersdóttir komst í morgun í undanúrslit í 50 metra bringusundi á Evrópumótinu í sundi í 50 metra laug í Berlín þegar hún synti á tímanum 31,21 sekúndu og bætti um leið eigið Íslandsmet sem hún setti í Barcelona í fyrra sem var 31,37 sek. um 16 hundraðshluta úr sekúndu.

Hrafnhildur keppir í undanúrslitunum síðar í dag.

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir keppti svo í undanrásum í 50 metra skriðsundi í morgun á EM og synti á 26,92 sekúndum og kom síðust upp að bakkanum í sínum riðli. Það dugaði Ingibjörgu ekki áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert