Hrafnhildur í úrslit í 50 bringusundi á EM

Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. mbl.is/Golli

Hrafnhildur Lúthersdóttir komst í dag í úrslit í 50 metra bringusundi á Evrópumótinu í 50 metra laug í sundi í Berlín þegar hún synti á 31,31 sekúndu í undanúrslitum á EM og varð þriðja í fyrri riðlinum í undanúrslitunum.

Tími Hrafnhildar var sá sjöundi besti í undanúrslitunum og hún syndir því til úrslita á EM annað kvöld.

Tími Hrafnhildar var örlítið frá Íslandsmetinu sem hún setti í undanrásunum í morgun, eða aðeins 10 hundraðshlutum úr sekúndu frá honum, því þá synti Hrafnhildur á 31,21 sekúndu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert