Vaknið þið, vökumenn!

Frábær árangur afreksíþróttamanna okkar er ekki ókeypis.
Frábær árangur afreksíþróttamanna okkar er ekki ókeypis. mbl.is/Eva Björk

Á baksíðu íþróttablaðs Morgunblaðsins í gær blöstu við tvær stórar fyrirsagnir. „Árangurinn ekki ókeypis“ og „Velja þarf réttu mótin.“

Önnur greinin var um körfubolta en hin um júdó, en báðar komu þó inn á kostnaðinn við að eiga íþróttafólk í fremstu röð og hve lágir styrkirnir til afreksíþrótta eru.

Í janúar á þessu ári veitti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, styrki úr Afrekssjóði ÍSÍ til sérsambanda sinna sem námu um 92 milljónum íslenskra króna. Þar af komu 70 milljónir í afrekssjóðinn frá íslenska ríkinu sem er hækkun frá síðustu árum, en þó langt því frá að vera nóg.

Samanborið við löndin í kringum okkur eru ríkisstyrkir til íþrótta margfalt lægri á Íslandi en í nágrannalöndunum. Tökum Svíþjóð sem dæmi. Þar veitti sænska ríkið 1,7 milljarða sænskra króna til íþróttahreyfingarinnar fyrir árið 2012. Sé því deilt með íbúafjölda Svíþjóðar og breytt í íslenskar krónur má finna út að sænska ríkið styrkir sænsku íþróttahreyfinguna um tæpar 3.000 íslenskar krónur á hvern íbúa, samanborið við 216 krónur á hvern íbúa á Íslandi sé miðað við þessar 70 milljónir frá ríkinu í Afrekssjóði ÍSÍ.

Sjá viðhorfsgrein Þorkels Gunnars Sigurbjörnssonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert