Íslandsmet hjá Hrafnhildi í Doha

Hrafnhildur Lúthersdóttir
Hrafnhildur Lúthersdóttir mbl.is/Golli

Hrafnhildur Lúthersdóttir setti í dag Íslandsmet í 100 metra bringusundi í 25 metra laug þegar hún synti á 1:06,88 mín. á heimsbikarmóti í Doha í Katar. Hrafnhildur bætti þar með eigið Íslandsmet um 38 hundraðshluta úr sekúndu, því fyrra met hennar var 1:07,26 mín. frá Dúbaí 2010.

Hrafnhildur fylgdi þarna eftir góðum árangri sínum á Evrópumótinu í 50 metra laug í Berlín þar sem hún setti Íslandsmet í bæði 50 og 100 metra bringusundi og synti til úrslita í 50 metra bringusundinu þar sem hún endaði í 8. sæti.

Tími Hrafnhildar í Katar í dag skilaði henni í 3. sæti heimsbikarmótsins í Doha.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert