Aníta á Demantamóti í Zürich í kvöld

Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir verður á meðal keppenda í 800 hlaupi á móti í Zürich í Sviss í kvöld en mótið er hluti af Demantamótaröðinni.

Tólf keppendur, allir ungir að árum, eru skráðir til leiks og á Aníta bestan tíma þeirra en Íslandsmet hennar í greininni er 2.00,49 mín. Hins vegar hafa þrjár stúlkur hlaupið hraðar en Aníta á þessu ári af þeim keppendum sem hún etur kappi við í kvöld. Besti árangur Anítu á árinu í 800 metra hlaupinu er 2.02,12 mínútur.

Mótið er það síðasta sem Aníta tekur þátt í á þessu ári en með henni í för er móðursystir hennar, Marta Ernstsdóttir, þar sem þjálfari hennar, Gunnar Páll Jóakimsson, átti ekki heimangengt að þessu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert