Hannes kýs um hvar EM í körfubolta verður

Hannes Jónsson, formaður KKÍ, er í stjórn FIBA Europe.
Hannes Jónsson, formaður KKÍ, er í stjórn FIBA Europe. hag / Haraldur Guðjónsson

Það kemur í ljós mánudaginn 8. september hvar lokakeppni Evrópumóts karla í körfubolta verður haldin í september á næsta ári, en Ísland tryggði sér eins og kunnugt er þátttökurétt á mótinu í fyrrakvöld þegar Ísland endaði í 2. sæti í A-riðli annars stigs forkeppni EM 2015.

Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ á sæti í stjórn FIBA-Europe og er einn af 23 sem kjósa um það í hvaða landi EM verður haldið. Upphaflega átti að halda mótið í Úkraínu, en vegna ástandsins þar var mótið tekið af Úkraínu og auglýst eftir umsóknum á ný.

„Við höfum í raun bara fengið umsóknir frá átta löndum um að halda mótið, en það kemur ekki í ljós fyrr en núna um mánaðamótin í hvaða borgum hvert land vill þá láta spila leikina í. Við stjórnarmenn fáum svo ekki langan tíma til að skoða það,“ sagði Hannes við Morgunblaðið og segir forráðamenn körfuknattleikssambandanna í löndunum átta sem sækja um að halda EM vera farin að veiða atkvæði.

Nánar er rætt við Hannes í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert