Brynjar og Sævar stefna á HM

Sævar Birgisson og Brynjar Leó Kristinsson, landsliðsmenn Íslands í skíðagöngu.
Sævar Birgisson og Brynjar Leó Kristinsson, landsliðsmenn Íslands í skíðagöngu. Ljósmynd/SKÍ

Skíðasamband Íslands hefur tilkynnt um val á landsliði Íslands í skíðagöngu fyrir komandi vetur en það mynda þeir Brynjar Leó Kristinsson, Akureyri, og Sævar Birgisson, Ólafsfirði.

Brynjar og Sævar hafa verið fremstu skíðagöngumenn landsins síðustu ár. Sævar var einn af fulltrúum Íslands á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í febrúar og varð þar í 74. sæti.

Stærsti viðburður vetrarins er Heimsmeistaramótið í skíðagöngu sem fram fer í Svíþjóð en þar þekkja þeir Brynjar og Sævar vel til eftir að hafa búið þar og æft. Þeir stefna báðir á þátttöku á HM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert