Nýliðaslagurinn spennandi

Titilvörn Íslandsmeistara ÍBV hefst á morgun í síðasta leik 1. …
Titilvörn Íslandsmeistara ÍBV hefst á morgun í síðasta leik 1. umferðar. mbl.is/Ómar

Keppni í Olís-deild karla í handbolta hefst í kvöld með fjórum leikjum í 1. umferð deildarinnar. Umferðinni lýkur svo annað kvöld með leik FH og Íslandsmeistara ÍBV.

Liðum í deildinni hefur verið fjölgað um tvö milli leiktíða og eru lið deildarinnar 10 í vetur í stað 8 áður. Áfram verður þó leikin þreföld umferð, þannig að leikjum hvers liðs í deildinni fjölgar um sex á milli tímabila. Að auki verða svo átta lið sem komast í úrslitakeppni Íslandsmótsins í vor, í stað fjögurra eins og áður.

Morgunblaðið fékk Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamann á RÚV og fyrrverandi landsliðsmann í handbolta, til að rýna í 1. umferðina.

„Það eru margir spennandi leikir í þessari 1. umferð. Ætli ég myndi ekki pikka sérstaklega út leik FH og ÍBV sem verður í beinni útsendingu hjá okkur á RÚV-Íþróttum og svo nýliðaslaginn milli Aftureldingar og Stjörnunnar,“ sagði Einar Örn.

1. umferð
Í kvöld:
» 19.30 ÍR – Valur
» 19.30 Aftureld. – Stjarnan
» 19.30 HK – Akureyri
» 19.30 Fram – Haukar
Á morgun:
» 18.00 FH – ÍBV
Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem Einar Örn rýnir í leiki umferðarinnar.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert